Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Dagný Brynjarsdóttir leiddi íslenska landsliðið út í leikinn gegn Dönum en Dagný bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn á ferlinum.
Miðjumaðurinn sterki segir tilfinninguna afar góða og að vera fyrirliði í landsleik sé eitthvað sem unga iðkendur knattspyrnu dreymi um.
Nú er það bara Kanada sem bíður og Dagný er ekki vitund smeyk við þá viðureign.