Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Kristján Andrésson þjálfari sænska landsliðsins valdi 21 leikmann til þess að æfa fyrir leikina tvo gegn Íslandi. Eitthvað hefur kvarnast úr þeim hópi en Hampus Wanne er ekki leikfær vegna meisla í hæl sem hann hlaut nýlega og Kim Andersson þurfti að draga sig útúr hópnum vegna persónulegra ástæðna. Þá munu þeir Linus Persson, sem hefur átt við veikindi að stríða og Andreas Nilsson, sem hefur verið meiddur, ekki spila með í leiknum í kvöld en verða með á sunnudaginn.
Frá því að Kristján Andrésson tók við sænska landsliðinu hefur það mætt því íslenska fjórum sinnum þar sem liðin hafa unnið 2 leiki hvort. Síðast þegar liðin mættust var það í riðlakeppninni á EM 2018 þar sem íslenska liðið fór með sigur af hólmi 26-24, þar sem Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með 7 mörk en Jim Gottfridsson var markahæstur með 6 mörk í sænska liðinu. Þrátt fyrir þetta tap fór sænska liðið alla leið í úrslitaleikinn á þessu Evrópumeistaramóti.
Hópurinn hjá sænska liðinu er eftirfarandi:
Markmenn
Andreas Palicka , Rhein-Neckar Löwen, 96/42
Mikael Appelgren , Rhein-Neckar Löwen, 84/2
Tobias Thulin , SC Magdeburg, 20/0
Vinstra horn
Jerry Tollbring , Rhein-Neckar Löwen, 62/182
Lucas Pellas, Lugi HF, 2/10
Línumenn
Max Darj , Bergischer HC, 52/23
Fredric Pettersson , Montpellier HB, 49/67
Hægra horn
Daniel Pettersson , SC Magdeburg, 15/44
Valter Chrintz, IFK Kristianstad, 2/7
Vinstri skytta
Philip Henningsson , IFK Kristianstad, 26/18
Simon Jeppsson , SG Flensburg-Handewitt, 47/94
Kim Ekdahl Du Rietz , Paris Saint-Germain, 86/243
Lukas Nilsson , THW Kiel, 64/169
Leikstjórnendur
Jim Gottfridsson , SG Flensburg-Handewitt, 77/269
Linus Arnesson , Bergischer HC, 30/33
Felix Claar, Alingsås HK, 5/11
Hægri skytta
Albin Lagergren , SC Magdeburg, 45/125