Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Bestu mörk EM 2012

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í fyrsta sinn á stórmóti, þegar strákarnir mæta til leiks á Evrópumótið í Frakklandi í sumar.

Ekki er hægt að neita því að spennan magnast með hverjum degi og það er ekki úr vegi að rifja upp bestu tilþrif EM 2012, þegar keppnin var haldin í Póllandi og Úkraínu.

Tíu bestu mörkin byrja á mínútu 2:30 í myndbandinu.

Álíka veislu fáum við að sja eftir tæpa fjóra mánuði og í þetta skipti verður Ísland meðal þátttakenda. Áfram Ísland!