Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Dagny: Ég hélt vonandi uppi standardinum sem var á miðjunni

Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark Íslands á ögurstundu í 2-1 sigri á Belgíu.

Dagný kom inn á sem varamaður fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur en þær stöllur skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Það er því óhætt að segja að miðjumennirnir hafi skilað sínu í fyrsta leik Algarve-mótsins.