Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Dramatískur sigur gegn Belgíu

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf leik á Algarve-Cup í dag en þá mættu stelpurnar landsliði Belgíu í hörkuleik.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Íslandi yfir þegar skammt var liðið af leiknum en Belgía jafnaði rétt undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo varamaðurinn Dagný Brynjarsdóttir sem tryggði 2-1 sigur með marki í uppbótartíma.

Frábær sigur og nú eru það Danir sem eiga að liggja í því næst en Ísland mætir Danmörku á föstudaginn.