Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Elín Metta er sátt við lífið í Florida og að vera orðin 21 árs!

Elín Metta Jensen er ein fjölmargra ungra og efnilegra knattspyrnukvenna sem eru í kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Landsliðið er nú á Algarve-Cup og Elín Metta vonast auðvitað eftir góðu gengi á þessu sterka móti.

Dagurinn var Elínu eftirminnilegur en í dag (1.mars) fagnaði hún 21 árs afmæli sínu. Það þykir stór áfangi í Bandaríkjunum en Elín er sultuslök yfir þessum merku tímamótum.