Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Frakkland fyrsta liðið í undanúrslit

Frakkland lagði Úrúgvæ 2-0 í fyrsta leik átta liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Raphael Varane skoraði fyrra markið í fyrri hálfleik og Antoine Griezmann það seinna í seinni hálfleik.

Fernando Muslera markvörður Úrúgvæ gerði sig sekan um hræðileg mistök í seinna markinu sem drap alla von Suður-Ameríkuþjóðarinnar og gerði í raun út um leikinn sem fjaraði í kjölfarið út.

Frakklandi mætir annað hvort Brasilíu eða Belgíu sem eigast við seinna í dag en sá leikur hefst klukkan 18.

Frakkland.JPG

stat.JPG