Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Freyr hélt andliti þrátt fyrir sexy-spurningu

Freyr Alexandersson á hrós skilið fyrir fagmannlega afgreiðslu á spurningu blaðamanns eftir landsleik Íslands og Belgíu í gær.

Mótshaldarar í Portúgal eru harðir á því að halda blaðamannafund eftir hvern leik, þar sem þjálfarar og leikmenn sitja fyrir svörum. Það getur þó orðið örlítið "súr" stemming á þessum fundum þegar 1-2 blaðamenn eru mættir til leiks, eins og raunin var í gær.

Fréttamaður SportTV ákvað að henda í eina óhefðbundna spurningu á fundinum og viðbrögð landsliðsþjálfarans voru til fyrirmyndar.