Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Freyr klappar sig í gang

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu er vanafastur maður.

Í ferðalagi Sport-TV með landsliðinu til Austur-Evrópu í haust, þurfti Freyr að klappa duglega fyrir hvert viðtal, til að auðveldara væri fyrir starfsmenn Sport-TV að "synca" hljóð og mynd. Þetta þótti Freysa afar skemmtilegt og bauð upp á alls kyns útgáfur af góðu klappi.

Það voru því ákveðin vonbrigði fyrir landsliðsþjálfarann, þegar honum var tjáð að hann þyrfti ekki að klappa fyrir viðtal sem tekið var upp í Kórnum um helgina.

Freyr tók það ekki í mál og bauð upp á (algjörlega óþarft) fagmennskuklapp í upphafi viðtals. Vel gert Freysi!