Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Freyr leiðrétti rangar fullyrðingar á blaðamannafundi

Fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á Algarve-Cup er í dag 2.mars en þá mæta stelpurnar landsliði Belgíu.

Haldinn var blaðamannafundur í gær, þar sem þjálfarar liðanna fengu spurningar úr sal. Þar fullyrti stjórnandi blaðamannafundsins að Ísland hefði ekki bara verið með mjög ungt lið á mótinu í fyrra, heldur einnig að Ísland hefði leikið vel.

Freyr Alexandersson var ekki sammála þessari greiningu á frammistöðu liðsins og benti vinsamlegast á þá staðreynd að Ísland skoraði ekki eitt einasta mark í fjórum leikjum í fyrra!