Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Freyr: Óþolandi hvað þær fá að djöflast mikið í Hörpu

Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson sagði eftir leik að baráttan hefði verið til staðar en það voru samt brotalamir í leik íslenska liðins.

Harpa Þorsteinsdóttir hefði átt að fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 en fékk ekki. Freyr var ekki sáttur við meðferðina sem Harpa fékk en lítur þó björtum augum á framhaldið og ætlar að klára verkefnið gegn Nýja Sjálandi með stæl.