Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Freyr: Teljum okkur betra liðið

Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Slóveníu í dag. Hann bendir á að Slóvenar séu afskaplega erfiðir við að eiga en nái íslensku stelpurnar að leika sinn leik, þá hafi hann trú á því að þrjú stig komi í sarpinn í kvöld. Freyr segir að hugarfarið skipti gríðarlegu máli og ekki sé hægt að kvarta undan slæmum aðstæðum á vellinum í dag. Leikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 17:00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.