Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Ísland rúllaði upp Danmörku. Sjáðu mörkin

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram að gera frábæra hluti á Algarve mótinu í Portúgal.

Stelpurnar unnu Belgíu í fyrsta leik og mættu svo okkar fornu fjendum, Dönum í þeim næsta. Það er skemmst frá því að segja að Danir áttu aldrei möguleika og Ísland vann 4-1.

Sjáðu mörkin úr þessum stórkostlega sigri!