Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Kæruleysi markvarðar kostaði Molde sigurinn

Ótrúlegt kæruleysi og klaufaskapur Andreas Linde kostaði Molde sigurinn á Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Linde gerði sér ekki grein fyrir að Jone Samuelsen faldi sig fyrir aftan hann þegar markvörðurinn setti boltann niður. Samuelsen náði boltanum og Linde braut af sér með þeim afleiðingum að Odd fékk vítaspyrnu og Linde rautt spjald.

Odd tryggði sér 2-2 jafntefli í leiknum með marki úr vítaspyrnunni.