Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Kvennalandsliðið kemur vel undan jólunum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu æfði í dag, 22. janúar í Kórnum í Kópavogi. Stelpurnar hefja nýtt ár staðráðnar í því að halda áfram góðu gengi sínu í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2017 en Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum.

Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexanderson fagnar endurkomu nokkurra leikmanna í hópinn og þá er einnig að finna nýtt andlit í æfingahópnum.

Freyr tekur enn fremur fram að hann sé ánægður með líkamlegt ástand leikmanna eftir jólin en hann var afar ósáttur við þann þátt fyrir sléttu ári síðan.