Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Leikmannakynning: Anna Björk Kristjánsdóttir

Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hefur skotist fram á sjónarsviðið með íslenska landsliðinu eftir að Freyr Alexandersson tók við liðinu. Þessi 26 ára leikmaður Stjörnunnar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína, ekki síst í landsliðinu.

Anna var viðloðandi landsliðið hjá forvera Freys, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni en lék sinn fyrsta landsleik undir stjórn Freys.

Í ítarlegu viðtali sem SportTV tók við Önnu, fer hún m.a. yfir ferilinn, landsliðið og framtíðarmarkmið sín á knattspynuvellinum. Skoðaðu myndbandið og kynnstu Önnu Björk örlítið betur.