Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Markahrókur kveður Kína

Framherjinn og landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö. Þetta verður fjórða lið Viðars á fjórum árum en markahrókurinn hefur gert það gott um víða veröld undanfarin misseri.

Það er vel við hæfi að skoða nokkur tilþrif Viðars í þessu skemmtilega myndbandi, þar sem hann skorar fyrir Jiangsu Sainty í Kína og Vålerenga í Noregi.

Gangi þér sem allra best í Svíþjóð Viðar!