Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Myndband: Birkir Bjarnason á skotskónum

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er svo sannarlega að finna fjölina sína með svissneska liðinu Basel.

Birkir skoraði í kvöld í 1-4 sigri á Lugano og þetta var annað mark hans á þremur dögum.

BIrkir skoraði einnig gegn Zurich á sunnudaginn og tryggði þá liðinu jafntefli, 2-2 með virkilega snotru skallamarki.

Þetta mark má einmitt sjá í þessu myndskeiði sem fengið er frá Youtube-síðu All Goals Football.