Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Myndband: Markið sem tryggði United U21-titilinn

Manchester United er Englandsmeistari liða skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri. United tryggði sér titilinn með 3-2 sigri gegn Tottenham.

Úrúgvæinn Guillermo Varela tryggði sigurinn með góðu marki í uppbótartíma og United getur amk fagnað einum titli í ár.

Stuðningsmenn félagsins hugga sig við þá staðreynd að margir efnilegir strákar eruá leiðinni í aðallið félagsins en gengið á þeim vígstöðvum hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarin tímabil.