Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Myndband: Svona vannst bronsið á Algarve

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld þriðja sætið á Algarve-bikarmótinu sem haldið er árlega í Portúgal.

Staðan að loknum 90 mínútum var 1-1 en mark Íslands skoraði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Það þurfti vítakeppni til að knýja fram úrslit og komið var fram í bráðabana þegar Guðbjörg Gunnarsdóttir varði spyrnu frá Nýsjálendingum.

Það var svo Sandra María Jessen sem tryggði sigurinn með öruggri spyrnu og leikmenn Íslands fögnuðu vel í leikslok.