Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Myndskeið: Frábær fögnuður Freysa

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er mikill stemmingsmaður. Það sannaðist eftir sigur Íslands gegn Nýja-Sjálandi eftir spennandi vítaspyrnukeppni í leik um þriðja sætið á Algave-Cup mótinu í Portúgal.

Þar sýndi Freyr frábæra danstakta, sem líklegast hafa slípast á Borginni í kringum aldamótin. Þar sem við á SportTV erum annáluð kvikindi, þá sýnum við auðvitað þessi fagnaðarlæti þjálfarans og vonum að hann fyrirgefi okkur það. :)

Áfram Ísland!