Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Myndskeið: Sara misnotar víti og Rosengard fellur úr leik.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og smherjar hennar í sænska liðinu Rosengard, máttu bíta í það súra epli að falla úr leik í Meistarsdeild Evrópu í síðustu viku.

Sara Björk kom heldur betur við sögu í leiknum. Hún skoraði mark Rosengard í 0-1 sigri og tryggði þar með liðinu framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þar var Sara hins vegar sú eina sem misnotaði vítaspyrnu og Rosengard féll úr leik. Grátlegt fyrir þessa frábæru knattspyrnukonu en svona er víst boltinn stundum.

Í þessu myndskeiði má sjá allan leikinn í heild sinni. Markið hennar Söru er á 32:15 í myndskeiðinu en vítaspyrnan er á 2:20.10.