Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Myndskeið: Skotland kláraði Slóveníu

Skoska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram að rúlla yfir andstæðinga sína í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem haldið verður í Hollandi 2017.

Skotar eru með Íslendingum í riðli og þar virðist ljóst að þessi tvö lið eru með yfirburði en bæði liðin hafa unnið alla leiki sína til þessa.

Skotar unnu Slóvena 3-1 á heimavelli í gær en Ísland leikur gegn Hvíta-Rússlandi ytra á morgun. Annað mark Skota er sérlega snoturt en það kemur eftir frábæran samleik.

Þessi tvo topplið mætast svo í Skotlandi í júni og lokaleikur riðilsins er svo einmitt á Laugardalsveli í september þar sem þjóðirnar mætast í leik sem líklega ræður úrslitum um hvort liðið vinnur riðilinn.