Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Sandra: Ég pæli ekkert í einhverjum krónutölum.

Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er á sínum stað í íslenska kvennalandsliðinu og er staðráðin í að skila góðu verki á Algarve-Cup.

Töluverða athygli vakti þegar Sandra skipti um félagslið fyrir skömmu en þá fór þessi snjalli markvörður í Val en Sandra lék áður með Stjörnunni.

Valur reiddi fram háa fjárhæð fyrir landsliðskonuna en Sandra segist sjálf ekkert vera að eyða tíma pælingur um kaupverð, heldur vilji hún fyrst og fremst leggja sig fram og spila fótbolta.