Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Sara Björk: Væll í Guggu

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir eru brosmildar þessa dagana. Ástæðuna má eflaust að einhverju leiti rekja til þeirrar staðreyndar að þær urðu báðar meistarar með félagsliðum sínum fyrir skömmu. Sara Björk leikur með sænsku meisturunum Rosengard og Guðbjörg leikur með norska meistaraliðinu Lilleström.

Þær stöllur eru klárar í leikinn gegn Makedóníu, þó að Guðbjörg sé lítillega meidd í öxl. Sara Björk gefur lítið fyrir þessi meiðsli markvarðarins snjalla og segir þetta vera óttalegt væl!