Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Þær léku þetta upp í hendurnar á okkur

Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik gegn Slóveníu og skoraði tvö mörk eftir glæsilegar rispur. Harpa fékk tækifæri til að skora þrennu en misnotaði vítaspyrnu. Stjörnukonan segir þó að stigin þrjú séu mikilvægari en þrennan og hrósar liðinu fyrir fagmannlega frammistöðu.