Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Engin þrenna hjá Westbrook | Moore með sigurkörfuna

E'Twaun Moore hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Chicago Bulls lagði Oklahoma City Thunder 108-105 í NBA í nótt. Moore skorar hér ótrúlega sigurkörfu Bulls í leiknum.

Russell Westbrook hafði afrekað þrefalda tvennu fjóra leiki í röð skoraði 43 stig í leiknum en varð að sætta sig við 'aðeins' 8 fráköst og 7 stoðsendingar og tap í leiknum.