Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Harden með 42 stig og Houston er 3-0 yfir

James Harden var frábær þegar Houston Rockets lagði Dallas Mavericks á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í nótt.

Harden skoraði 42 stig og Rockets er 3-0 yfir í baráttunni um Texas.

Á sama tíma rúllaði San Antonio Spurs yfir Los Angeles Clippers og tóku meistararnir 2-1 forystu í einvíginu.

Paul Pierce tryggði Washington Wizards sigur á Toronto Raptors á heimavelli. Wizards er 3-0 yfir í einvíginu og körfuna auk svipmynda úr öllum leikjunum má sjá hér að neðan.