Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Íslendingurinn Aaron Glazer aftur í beinni

Næturuglurnar fá heldur betur eitthvað fyrir sinn skerf í kvöld þegar Harvard-Westlake Wolverines verða aftur í beinni útsendingu hjá okkur. Leikurinn hefst klukkan 3 í nótt en Aaron Glazer og félagar mæta þá St. Francis framhaldsskólanum.

Aaron Glazer á íslenska móður og er gjaldgengur í íslensk landslið.

Leikinn má sjá á SportTV5 sem finna má uppi í hægra horninu á síðunni undir SportTV í beinni.