Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Komst ekki í stjörnuliðið en leikur eins og stjarna

DeAndre Jordan leikur eins og stjarna þessa dagana en margir hafa gagnrýnt það að hann hafi ekki verið valinn í stjörnuliðið.

Í nótt skoraði Jordan 24 stig og tók 20 fráköst, annan leikinn í röð sem hann nær 20 eða meira í báðum tölfræðiliðum. Lið Jordan, Los Angeles Clippers, lagði Houston Rockets í nótt í NBA.