Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Nú var komið að Curry

Stephen Curry horfði á félaga sinn Klay Thompson hjá Golden State Warriors skora 55 stig um daginn, þar af 37 stig í einum leikhluta. Nú var komið að Curry.

Stórskyttan með barnsandlitið náði ekki að ógna meti Thompson hvað varðar flest stig í einum leikhluta en Curry skoraði alls 51 stig í sigri á Dallas Mavericks í nótt, þar af 36 stig í seinni hálfleik þegar Warriors vann upp forskot Mavericks sem yfirspilaði Warriors í fyrsta leikhlutanum.