Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Ótrúlegt met hjá Klay Thompson

Klay Thompson skotbakvörður Golden State Warriors setti ótrúlegt met þegar hann skoraði 37 stig í þriðja leikhluta í sigri Warriros á Sacaramento Kings í nótt í NBA körfuboltanum.

Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leikhluta en George Gervin átti gamla metið sem var 33 stig.

Thompson skoraði alls 52 stig í leiknum en í þriðja leikhluta hitti hann úr öllum 13 skotum sínum, þar af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Sem er einnig met.