Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Rockets tryggði oddaleik | Cavaliers komst áfram

Houston Rockets tryggði sér oddaleik þegar liðið lagði Los Angeles Clippers á útivelli í undanúrslitum vesturdeildar NBA körfuboltans í nótt.

Á sama tíma tryggði Cleveland Cavaliers sér sæti í úrslitum austurdeildar þegar liðið lagði Chicago Bulls á útivelli í sjötta leik liðanna.