Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Þegar Stockton setti metið sem líklega aldrei verður slegið

Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í NBA en John Stockton. Hann gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum sem er það met í NBA sem líklega er hvað erfiðast á slá.

Jason Kidd er annar á listanum með 12.091 stoðsendingar sem ætti að setja afrek Stockton í samhengi.

Hér að ofan má sjá þegar Stockton kom sér í efsta sæti listans og jú, auðvitað með sendingu á Karl Malone.